
- 14. okt 2012
- Sigga
- Prentvæn útgáfa
Giouvetsi kjúklingur
giouvetsi-kjuklingur
Hráefni
Aðferð
4 | stk | kjúklingabringur eða heill kjúklingur skorinn í bita |
500 | gr | pasta |
2 | stk | laukur |
4 | stk | hvítlauksrif |
1 | stk | chilipipar, fræhreinsaður |
300 | gr | tómatpúrra |
2 | ltr | kjúklingasoð |
fersk steinselja | ||
pipar | ||
olivuolía |
- Hitið olíu á pönnu og Kryddið kjúkling með salt og pipar og brúnið kjúklinginn á öllum hliðum, lækkið síðann hitann á pönnuni
- Saxið lauk, hvítlauk og chili smátt og bætið út á pönnuna og látið míkjast í smá stund
- Bætið pasta út á pönnuna ásamt tómatpúrru og meirihlutann af kjúklingasoðinu
- Blandið öllu vel saman
- Setjið allt í eldfast mót, bætið kjúklingasoði í þannig að pastað og kjúklingurinn liggi alveg í soðinu, pastað þarf að ná að sjóða í sósunni þar til tilbúið
- Eldið í 180°c heitum ofni í um 40 mín eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Hrærið í réttinum 1-2 á meðan eldunartímanum stendur.
- Stráið saxaðri steinselju yfir réttinn áður en borin er fram
Upprunalega á að nota Orzo pasta í þennan rétt, en ég notaði Celentani pasta en einnig er hægt að nota Penne, casarecci eða ditali.
- Skammtar: None
- Uppruni:
- kjúklingur