
- 02. jún 2012
- Arnþór
- Prentvæn útgáfa
Rjóma, pestó kjúklingur
rjoma-pesto-kjuklingur
Hráefni
Aðferð
4 | stk | kjúklingabringur |
2 | stk | hvítlauksgeirar |
½ | askja | sveppir |
2 | stk | gulrætur |
½ | haus | brokkólí |
1 | dl | sólþurrkaðir tómatar |
½ | krukka | rautt pestó |
2 | dl | rjómi |
1 | dl | sýrður rjómi |
1 | teningur | kjúklingakraftur |
2 | tsk | reykt paprikuduft |
½ | tsk | chili duft |
salt |
- Ofninn hitaður uppí ca. 180°c.
- Bringurnar skornar í 2 til 3 bita, létt steiktar á pönnu og svo færðar yfir í eldfastmót.
- Svo er ferska grænmetinu bætt á pönnuna og steikt.
- Þegar grænmetið er steikt, er pestóinu og sólþurrkuðu tómötunum bætt útí og látið malla í smá stund.
- Bætið svo rjómanum og sýrða við ásamt kjötkraftinum og hitað að suðu þar til þykkt.
- Kryddið (eftir smekk).
- Mallið fært yfir í eldfastamótið og sett í ofninn þar til kjúklingurinn er full eldaður, ca. 30 mín.
- Einnig er gott að setja ost yfir.
- Skammtar: 4
- Uppruni:
- kjúklingur, pottréttur 1